Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2004 06:16

Kennarar kolfelldu miðlungartillöguna

Mikill meirihluti grunnskólakennara, eða 92,98%, hafnaði miðlunartillögu Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari sem hann lagði fram í kjaradeilu kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti hins vegar tillöguna. Að óbreyttu hefst verkfall grunnskólakennara að nýju í fyrramálið gerist ekki bæði eitthvað óvænt og róttækt sem leitt gæti til sátta í deilunni. Mikil pressa er nú á deiluaðilum að leysa verkfallið þar sem með öllu er óviðunandi að verkfall dragist aftur á langinn og velferð grunnskólabarna verði enn og aftur stefnt í hættu.

 Ásmundur Stefánsson hefur boðað kennara og samningamenn sveitarfélaganna á fund nú á eftir til að ræða stöðuna sem komin er upp. Hann sagði þegar úrslitin lágu fyrir að afstaða kennara væri skýr og þessi niðurstaða sýndi að þær áherslur sem lagðar voru í miðlunartillögunni hefðu ekki verið réttar. Allir aðilar verði að hugsa málið að nýju og átta sig á hvernig þeir ætli að vinna áfram.

 

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að verkfall grunnskólakennara muni hefjast að nýju í fyrramálið nema eitthvað útspil frá sveitarfélögunum breyti því. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndarinnar, sagði að nefndin myndi kappkosta að afstýra því að verkfallið yrði langt og helst að það hefjist á ný. Sagði hann að farið yrði fram á það við kennara að fresta verkfallinu áfram.

 

Stjórn samtakanna Heimilis og skóla sendi nú undir kvöld frá sér ályktun þar sem þess er krafist í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslu um málamiðlunartillögu ríkisáttasemjara, að viðsemjendur leiti allra leiða til þess að fresta verkfalli þannig að ekki komi til frekari röskunar á skólastarfi í vetur.

 

Á heimasíðu samtakanna er einnig þeim tilmælum beint til skólastjóra og kennara, að hefjist verkfall að nýju á morgun séu skólastjórnendur og kennarar hvattir til að bjóða nemendum að taka heim með sér námsbækur og ýmis hefti sem þau geta unnið í heima.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is