Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2013 12:01

Ýmsar betrumbætur í Fossatúni

Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á aðstöðu ferðaþjónustunnar í Fossatúni í Borgarfirði. Að sögn Steinars Berg Ísleifssonar staðarhaldara í Fossatúni er markmið breytinganna að efla fjölbreytni þess sem í boði er. Ný innkeyrsla hefur verið gerð á staðnum og sú gamla lögð af og er nú ekið beint að þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Þá hefur innréttingum veitingahússins verið breytt og komið fyrir rými fyrir söluvörur. Steinar segir að áhersla verði lögð á að selja vörur sem Fossatún framleiðir á borð við bókina Tryggðatröll eftir Steinar og Brian Pilkington, sem þýdd hefur verið á fjögur tungumál, Tröllalandsboli o.fl. Veitingastaður Fossatúns ber nú heitið Kaffi Vínyll og er fortíð Steinars Bergs sem tónlistarútgefanda þar allsráðandi. Búið er að hengja myndir af völdum plötum sem hann gaf út á veggi veitingastaðarins og fleiri gripi sem þeim tengjast til að gefa réttu stemninguna. Gestir eiga þess síðan kosts að fá að velja sér vinylplötu til að spila úr stóru plötusafni Steinars sem er á staðnum meðan veitinga er notið. Nýr og fjölbreyttur matseðill hefur loks verið tekin í notkun með gómsætum réttum og segir Steinar að gæði og sanngirni í verðlagningu séu höfð í fyrrirúmi.

Tröllagarðurinn margfrægi á staðnum hefur rúmlega tvöfaldast eftir að tröllagolfi og tröllatennis var bætt við í sumarbyrjun, en Steinar segir garðinn njóta sívaxandi vinsælda. „Þetta eru hvorutveggja fótboltaleikir sem slegið hafa í gegn hjá gestum svæðisins sem í vaxandi mæli hafa áttað sig á að leikirnir og þrautirnar eru hannaðar til þess að yngri sem eldri, hægir og snöggir, geta átt gæðastundir saman og keppt í skemmtilegum og dálítið öðruvísi leikjum,“ segir Steinar. Hljómsveitin Grasasnar ætla síðan að spila nokkrum sinnum í Fossatúni í sumar og munu þeir koma næst fram laugardaginn 6. júlí kl. 21:30. Hljómsveitin mun leika lög af plötu sinni, Til í tuskið, sem kom út fyrr á þessu ári, en jafnframt kynna nokkur ný lög til sögunnar. Steinar hvetur alla Borgfirðinga og Vestlendinga til að mæta og eiga góða stund með Grasösnum. Ókeypis er inn og tilboðsverð á bjór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is