Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2013 12:49

Tónlistarveisla á Gamla Kaupfélaginu hefst í kvöld

Á Gamla kaupfélaginu verður sannkölluð tónlistarveisla á næstu dögum í tengslum við Írska daga sem haldnir verða á Akranesi í þessari viku og lýkur á sunnudaginn. Búið er að stilla upp fjölbreyttri dagskrá tónlistaratriða. Heimamenn munu setja sinn svip á dagskrána með sínu tónlistarframlagi. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudag, og eru það "Tribute" tónleikar þar sem leikin verða lög með hljómsveitum á borð við Led Zeppelin, Uriah Heep, Deep Purple, Ac Dc ofl. Hefjast tónleikarnir klukkan 21 og er miðasala á staðnum.  Á fimmtudagskvöld verður hin geysivinsæla hljómsveit Bloodgroup með tónleika ásamt hljómsveitinni Waveland sem sér um upphitun fyrir tónleikanna, sú skemmtun hefst kl 21:30 og kostar 2000 kr inn. Strákarnir í Poppkorni endurtaka svo leikinn frá því í fyrra með balli á föstudagskvöldið kl 23 og ætla þeir að spila langt fram á nótt án þess að rukka krónu fyrir. Veislunni lýkur á laugardagskvöld þegar skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit spilar á balli sem hefst kl 23:59 og er miðaverð 1500 kr. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is