Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2013 08:01

Nýtt tímabil strandveiða og krókaveiða á makríl hafnar

Nýtt tímabil strandveiða hófst síðastliðinn mánudag með fjölgun báta á sjó og auknu lífi við hafnirnar. Einnig urðu krókaveiðar á makríl leyfilegar og er mikil fjölgun á útgefnum veiðileyfum milli ára. Frést hefur af vaðandi makríl á Breiðafirðinum en þó er hann seinna á ferðinni en á síðasta ári. Sjávarhiti hefur verið lægri en á sama tímabili undanfarið og er það talið vera skýringin á seinkun makrílsins. Um hádegi á mánudaginn voru nærri 800 bátar á sjó í kringum Ísland samkvæmt tölum frá Vaktstöð siglinga. Á A-svæði strandveiða, sem nær frá Borgarnesi norður að Súðavík í Ísafjarðardjúpi, hófust veiðar aftur eftir að þær voru stöðvaðar 19. júlí sl. Í júlí lönduðu 228 bátar alls 1.524 sinnum og rúmum 840 tonnum.

Á D-svæði, sem nær frá Hornafirði til og með Borgarbyggð, kláraðist potturinn ekki og veiðar héldu því áfram eftir helgarhlé. Þar lönduðu 123 bátar alls 817 sinnum og rúmum 408 tonnum, en alls voru 525 tonn í pottinum fyrir júní. Í maí veiddust einungis tæp 400 tonn af 600 tonna potti, en óveiddur afli færist á milli mánaða og þrátt fyrir að einungis séu 125 tonn í júlípotti D-svæðis eru því í raun 541 eftir í pottinum. A-svæðið er það eina þar sem potturinn hefur alltaf klárast í sumar.

 

Mikil fjölgun krókabáta á makrílveiðum

Áhugi á krókaveiðum á makríl þetta árið var langt umfram væntingar, eins og áður hefur verið sagt frá í Skessuhorni, en sótt var um leyfi fyrir 239 báta. Síðasta sumar voru krókaveiðar á makríl stundaðar á 17 bátum. Þó er ekki víst hve margir munu í raun fara krókaveiðarnar, því t.d. voru 23 af bátunum sem sótt var um á með strandveiðileyfi og því fá þeir ekki makrílleyfi fyrr en 1. september. Einnig voru einhverjir bátanna ekki með haffæri. Alls er potturinn fyrir makrílveiðarnar 3.200 tonn, en hann skiptist í tvennt. Í júlí má veiða allt að 1.300 tonn og frá 1. ágúst fram til vertíðaloka má veiða 1.900 tonn.

 

Síðastliðinn fimmtudag var sá afli sem áætlaður var til línuívilnunar í þorski uppurinn, eða 3.375 tonn. Tæpir tveir mánuðir eru nú eftir að fiskveiðiárinu og á þeim tíma mun línuívilnun ekki reiknast á þorsk. Línuívilnun virkar á þann veg að dagróðrabátar á línuveiðum geta landað umframafla í þorski, ýsu og steinbít. Ef línan er beitt í landi má landa 20% umfram kvótaeign og ef línan er stokkuð upp í landi má landa 15% umfram kvótamagn. Línuívilnun var sett á 1. september 2004 til að fjölga störfum í landi og er þetta í fyrsta sinn sem 3.375 tonna viðmiðunin í þorski dugar ekki á þessum níu árum, en 199 bátar á 52 stöðum víðsvegar um landið hafa nýtt sér línuívilnun á þessu fiskveiðiári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is