Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2013 01:01

Ægir sjávarfang opnar verksmiðju í Ólafsvík

Fyrirtækið Ægir sjávarfang í Grindavík, áður Ice-West, hefur keypt atvinnuhúsnæði í Ólafsvík sem áður var í eigu og hluti af rekstri Valafells ehf. Ægir sjávarfang sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr þorsklifur sem seld er til útflutnings. Helstu markaðir fyrirtækisins eru Evrópa, Bandaríkin og þá er vaxandi áhugi í Asíu fyrir afurðunum. Ægir hefur nú hafið uppsetningu á sambærilegri verksmiðju í Ólafsvík. „Þetta verkefni hefur verið í bígerð í töluverðan tíma í nánu samstarfi við heimamenn og við leggjum upp með að fara af stað strax við næstu vertíðar í haust. Við sjáum tækifæri til að vinna afurðir á svæðinu sem hingað til hafa verið fluttar annað. Með opnun nýrrar verksmiðju erum við að auka verðmætasköpun á Snæfellsnesi. Þarna náum við að skapa í kringum átta til tíu ný störf og virðisauka sem þeim fylgir,” segir Ingvar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Ægis sjávarfangs í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Ægir sjávarfang er samstarfsaðili Codlands, þar sem aðilar með mismunandi bakgrunn koma saman til að þróa og vinna verðmæti úr aukaafurðum fiskafla. Markmiðið er að efla ímynd og hámarka nýtingu á þorski. Þessi hugmyndafræði um þróun og nýsköpun er drifkrafturinn í að sjá ónýtt tækifæri á Snæfellsnesi. „Það eru mjög öflugar útgerðir á Snæfellsnesi, með mikla þekkingu og reynslu í íslenskum sjávarútvegi og okkur hlakkar til að starfa með þeim,“ segir Ingvar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is