Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2004 10:49

ADSL tenging komin í Búðardal

Það er viðurkennd staðreynd að góðar síma- og tölvutengingar eru í dag eitt af stóru byggðamálunum enda byggist margþætt starfsemi einstaklinga og fyrirtækja á notkun netsins á einn eða annan hátt. Það er því alltaf gleðilegt þegar framfarir á þessu sviði ná til dreifibýlisins þannig að íbúar þar sitji við sama borð og aðrir, svo sem varðandi möguleika til náms og atvinnu óháð búsetu. ADSL tenging er nú komin á í Búðardal og unnu starfsmenn Símans í síðustu viku að tengingum á staðnum og á bæjum í næsta nágrenni. Friðrik Alfreðsson, umdæmisstjóri Símans á Vesturlandi sagði í samtali við Skessuhorn að búið væri að tengja tæplega 40 hús í Búðardal og næsta nágrenni. “ADSL næst eingöngu hjá þeim notendum sem eru í innan við 5 km radius frá símtöð sem í þessu tilfelli er staðsett í Búðardal,” sagði Friðrik.

 Hann segir að fljótlega muni Síminn hefja dreifingu sjónvarpsefnis með stafrænum hætti og munu þá notendur ADSL geta móttekið sendingar t.d. frá Skjá einum í gegnum gagnaflutningsnet Símans. Fyrirhuguð dreifing Símans á stafrænu sjónvarpsefni um ADSL kerfi eykur möguleika á nýtingu á fjarskiptakerfunum. Aukin nýting eykur aftur möguleika á því að hagkvæmt verði að efla ADSL dreifikerfi Símans hraðar en verið hefur. Með betri nýtingu á kerfunum hefur fyrirtækið ákveðið að ganga ennþá lengra við útbreiðslu háhraðatenginga og virðist sem Dalamenn séu nú að njóta þeirra breytinga.

Varðandi íbúa dreifbýlisins í Dalasýslu, utan 5 kílómetra radíuss frá Búðardal, bendir Friðrik á að þeir hafi möguleika á að tengjast með ISDN tengingu sem í rauninni sé mjög góð tal- og gagnaflutningslausn.

 

Hvanneyri, Bifröst og Reykhólar kæmu til greina

 

Aðspurður um hvort aðrir þéttbýlisstaðir en Búðardalur eigi möguleika á ADSL tengingu segir Friðrik að viðmiðun Símans sé sú að liggja þurfi fyrir umsóknir frá nægjanlegum fjölda á hverjum stað fyrir sig, t.d. að lágmarki 40 notendur eins og reyndin var í Búðardal. “Þetta hlutfall er ágætt í Búðardal í ljósi þess að um 100 heimili eru á staðnum.” Friðrik bendir á að staðir eins og Reykhólar, Hvanneyri og Bifröst kæmu vissulega til greina varðandi ADSL tengingar sé miðað við fjölda heimila á þessum stöðum, að því gefnu að breið samstaða íbúa næðist um að vilja þjónustuna. “Ef nægjanlegur fjöldi umsókna liggur fyrir frá íbúum þessara staða skoðum við að sjálfsögðu með opnum huga að veita þessa þjónustu. Íbúar þessara staða geta því þrýst á Símann t.d. með því að safna undirskriftum þar sem sótt er um þjónustuna,” segir Friðrik. Rétt er að taka það fram að umsókn um ADSL tengingu hjá Símanum fylgir sú kvöð að kaupa tenginguna í a.m.k. eitt ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is