Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2004 08:50

Mikið líf í línudönsurum

Ekkert lát er á uppgangi línudansins á Akranesi og óhætt að segja að aldrei hafi eins margir stundað þessa íþrótt og nú. Á dögunum gengu allir línudansahóparnir í ungmennafélagið Skipaskaga og æfa nú sem dansdeild innan félagsins. Nú æfa á annað hundrað manns vikulega undir stjórn Óla Geirs danskennara annars vegar og Kötu og Ellu hins vegar. “Og Útlagarnir”, “Silfurperlurnar”, “Silfurskotturnar” og “Silfurstjarnan”  hafa verið afar sigursælir hópar á línudansmótum og óhætt að er segja að fá byggðalög státi af svo mörgum sterkum keppnisliðum.  Því hefur verið fleygt að Akranes sé tekið við af Skagaströnd sem kántrýbær Íslands og taka margir dansarar undir það.

Fjölgað hefur í byrjandahópum og margir áhugasamir dansarar bættust við í haust. Það er því ljóst að Skagamenn mæta sterkir til leiks á næsta bikarmót.

Dansdeild Skipaskaga hefur boðað til haustmóts í línudansi sem haldið verður með pompi og prakt í félagsheimiliniu Miðgarði 13. nóvember nk. Um danskennsluna þar sér Óli Geir en kennt verður frá kl. 12 - 18. Um kvöldið verður glæsilegur kvöldverður, skemmtiatriði og síðan slegið upp balli og dansað fram á nótt. Dansfólk allsstaðar af landinu hefur boðað komu sína í Miðgarð og hvetja dansarar alla áhugasama um dans að mæta og sletta ærlega úr klaufunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is