Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2013 08:01

Fyrsta hæðin í fjölbýlishúsi frá hruni risin

Í síðustu viku var steypt síðasta veggsteypan í þriðju íbúðahæð fjölbýlishússins að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi. Þetta eru tímamót að því leyti að þá er risin fyrsta hæð í fjölbýlishúsi á Akranesi frá bankahruninu haustið 2008 þegar byggingaframkvæmdir í landinu stöðvuðust að stórum hluta. Framkvæmdir byrjuðu að nýju við byggingu Sólmundarhöfða 7 um miðjan maímánuð og það er mótaflokkur frá byggingarfélaginu X-JB sem sér um uppsteypu hússins. Að sögn Jakobs Ásmundssonar, sem er byggingarmeistari fyrir húsinu og hefur umsjón með verkinu, er áætlað að það verði komið undir þak í haust áður en vetur gengur í garð, en framgangur verksins ráðist m.a. að tíðarfari í sumar.

Sólmundarhöfði verður átta íbúðahæðir fyrir utan neðstu hæðina sem er að mestu bílakjallari, eftir er því að slá upp og steypa fimm hæðir og jafnmargar loft- og gólfplötur, en langt er komið með uppslátt og steypu á plötunni fyrir þriðju hæðinni.

Smiðirnir sem vinna að byggingunni á Sólmundarhöfða dásama útsýnið sem verður af hæðunum. „Það er þvílíkt að það er eiginlega rugl, sést vítt og breitt í allar áttir,“ sagði Jakob Ásmundsson þegar byggingarflokkurinn var búinn að taka við síðasta sílóinu og koma steypunni í mótin. Hann segir að allt upp í tíu smiðir muni vinna að verkinu næstu vikur og mánuði, auk rafvirkja. Það var félagið SH7 ehf, í eigu Ragnars Más Ragnarsson og eiginkonu hans Þórnýjar Öldu Baldursdóttur, sem keypti Sólmundarhöfða 7 síðla vetrar af dótturfélagi Landsbankans. Áætlað er að húsið verði fullbyggt vorið 2014. Íbúðirnar í húsinu verða 31 og eru að stærðinni 79-133 fermetrar og ætlaðar fyrir 50 ára og eldri samkvæmt nýlega samþykktri breytingu á deiliskipulagi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is