Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2013 01:30

Rauðhærðasti Íslendingurinn krýndur á Írskum dögum

Á bæjarhátíðinni Írskum dögum á Akranesi er á hverju ári keppt um hver sé rauðhærðasti Íslendingurinn. Í ár voru tíu sem kepptu um titilinn. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri krýndi í gær rauðhærðasta Íslendinginn sem að þessu sinni var Hafdís Karlsdóttir. Hafdís hlaut að launum ferð fyrir tvo til Dublin í boði ferðaskrifstofunnar VITA. Einnig var tilnefndur efnilegasti rauðhærði einstaklingurinn og vann Vaka Agnarsdóttir þann flokk og fékk hún hjól frá Húsasmiðjunni í verðlaun. Í dómnefnd sátu hárgreiðslumeistarar frá Hárhúsi Kötlu, Mozart hársnyrtistofu og Hársnyrtistofunni Contact á Akranesi.

 

 

 

Írskir dagar hafa gengið mjög vel, þrátt fyrir hvassvirði á föstudaginn. Í dag, sunnudag, er veður ágætt, vestan vindur en þokkalega hlýtt og framundan er fjölskylduskemmtun í Garðalundi, skógarsvæði Akurnesinga og þar verður Leikjaland sett upp klukkan hálf tvö í dag og leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Gilitrutt klukkan tvö. Á Safnasvæðinu í Görðum er sýning sem ber nafnið Keltnesk arfleifð á Vesturlandi en umsjón með sýningunni hafa þeir Þorvaldur Friðriksson sagnfræðingur og Friðþjófur Helgason ljósmyndari. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is