Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2013 01:43

Víðtæk leit undirbúin að eins hreyfils flugvél

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem jafnframt gegnir hlutverki sem björgunarstjórnstöð vegna sjó- og loftfara, barst klukkan 12:25 boð frá flugturninum í Reykjavík að eins hreyfils frönsk flugvél með þrjá menn um borð hefði farið frá Reykjavík kl 10:10 áleiðis til Vestmannaeyja, en hefði ekki komið fram á tilsettum tíma. Landhelgisgæslan boðaði samstundis út mannskap á samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og gerði viðeigandi ráðstafanir varðandi fyrstu viðbrögð. Þegar athugað var með seinasta þekkta stað flugvélarinnar í ratsjá, en vélin var í sjónflugi, kom í ljós að hann var yfir sjó norðvestur af Vestmannaeyjum og var því hafið skipulag leitar með tilliti til þess.  Þyrla LHG var beint á staðinn ásamt því að björgunarbátar og skip Landsbjargar frá Reykjanesi og austur að Vestmanneyjum voru kölluð til ásamt því að tilkynning var kölluð út til sjófarenda á svæðinu. Um klukkan 13:08 náðist loks samband við vélina og að hún væri á flugi yfir Vatnajökli. Voru aðgerðir þá afturkallaðar en ákveðið að viðeigandi yfirvöld tækju á móti flugvélinni þegar hún lenti og gerði flugmanni hennar grein fyrir umfangi viðbúnaðar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is