Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2013 08:01

Með lúxussumarbústað í byggingu í Húsafelli

Bjarni Guðmundsson húsasmíðameistari á Akranesi vinnur nú að byggingu nýs lúxussumarbústaðar í Húsafellsskógi. Í samtali við Skessuhorn kvaðst Bjarni hafa trú á því að markaðurinn væri nú að fara að taka við sér og að mest allur kreppuskjálftinn væri að baki. Því hafi hann brugðið á það ráð að festa kaup á fjórum lóðum í Húsafellsskógi af landeigendum í vor, þrjár við Birkiflöt og eina við Birkirjóður. ,,Ég og Helga Kristín dóttir mín vinnum að byggingu bústaðarins ásamt undirverktökum og höfum við verið að vinna að byggingu hans frá því í byrjun júní. Verkið gengur vel og er stefnt að því að ljúka við bústaðinn um miðjan ágúst, helst áður en ég held upp á sextugsafmælið mitt,” segir Bjarni í léttum tón, en bústaðurinn sem er í byggingu er við Birkiflöt. Bústaðurinn er 110 fermetrar en gert er ráð fyrir að í honum verði þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stór geymsla með þvottaaðstöðu og rúmgott alrými þar sem verður stofa og eldhús.

 

 

 

,,Stór pallur verður hringinn í kring um húsið, samtals 130 fermetrar með heitum potti. Þá verður bústaðurinn klæddur með viðhaldsfríu efni. Skógurinn er ágætlega þéttur kringum húsið þannig að hérna er gott skjól og ættu væntanlegir eigendur og gestir þeirra að geta notið sín á pallinum. Við munum svo innrétta bústaðinn að fullu þannig að nýir eigendur geta bara flutt inn við afhendingu. Notaðar verða sérsmíðaðar innréttingar, gólf verður parketlagt og baðherbergi flísalagt,” bætir hann við. Bjarni segir að alltaf sé einhver hreyfing á sumarbústaðamarkaðnum í Borgarfirði og í hverfinu í Húsafelli þar sem gott sé að vera. Sjálfur byggði hann og eiginkona hans, Þórlína Jóna Sveinbjörnsdóttir, sér bústað árið 2008 í Húsafellsskógi, en bústaðurinn er nánast eins og sá sem nú er í byggingu. ,,Ef við náum að selja nýja bústaðinn munum við ráðast í byggingu þess næsta í kjölfarið. Nokkrir aðilar hafa nú þegar sýnt húsinu áhuga, t.d. stéttarfélög. Þannig að við munum bíða og sjá hvernig fer síðar í sumar,” segir Bjarni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is