Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2013 10:01

Sér alltaf eitthvað nýtt og spennandi á ferðum sínum

Hann ákvað á fimmtugsafmælinu að hressa upp á tengslin við bernskuslóðirnar í Kolbeinsstaðahreppnum gamla með því að ganga á fjöllin í kringum Hnappadalinn. Síðan hélt hann áfram og gekk á fjöllin á Snæfellsnesi. Þetta var m.a. upphafið á því að Reynir Ingibjartsson fór að gefa út hringleiðakort um Snæfellsnesið og síðan fylgdu í kjölfarið bækur um 25 gönguleiðir á hinum ýmsu svæðum á suðvesturhorni landsins. Komnar eru út fjórar bækur um gönguleiðir á jafnmörgum svæðum, en sú nýjasta í þeirri röð kom út í vor, 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi. Reynir er byrjaður á bók um gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum; „fer strax af stað og sést til sólar,“ segir Reynir og bætir við að alltaf sjái hann eitthvað nýtt og spennandi á ferðum sínum, íslensk náttúra búi yfir svo miklum fjölbreytileika. Þegar bókin um Borgarfjörð og Dali kemur út, væntanlega næsta vor, verður bara eftir eitt svæði á suðvesturhorninu með 25 stuttum gönguleiðum í byggð eins og bækur Reynis byggja á, það er Þingvallahringurinn.

Þá verða komnar 150 gönguleiðir á suðvesturhorninu. Væntanlega er Reynir sá maður sem hvað flest spor á um Vesturlandið og suðvesturhornið.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Reyni Ingibergsson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is