Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2013 06:01

Pílagrímar frá Bæ koma á afmælishátíð í Skálholti eftir sex daga göngu

„Það er yndisleg tilfinning að ganga berfættur, sólbrunninn og skítugur upp fyrir haus eftir sex daga göngu og 120 kílómetra, inn kirkjugólfið í Skálholti undir hljómspili kirkjuorgelsins, beint inn í helgidóminn. Það er allt öðruvísi og miklu meiri upplifun en að koma prúðbúinn til slíkra athafna. Ég þekki þann mun vel,“ segir Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði. Í fyrrasumar gekk hópur sem Elínborg er meðlimur í ásamt fleirum og kallar sig Pílagríma, leiðina frá Bæjarkirkju í Bæjarsveit alla leið til Skálholts. Pílagrímar hafa í vetur unnið að því að opna þessa leið fyrir almenningi til pílagrímagöngu. Fyrsta opinbera pílagrímagangan á þessari leið hefst með dagskrá í Bæjarkirkju í Borgarfirði þriðjudaginn 16. júlí og endar síðan í Skálholti sunnudaginn 21. júlí á glæsilegri afmælishátíð, sem haldin verður í tilefni 50 ára vígsluafmælis Skálholtskirkju.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Sr Elínborgu um gönguna frá Bæ til Skálholts.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is