Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2013 02:27

Búið að vígja nýjan frisbígolfvöll á Akranesi

Fyrr í vikunni var opnaður nýr frisbígolfvöllur í skógreæktinni Garðalundi á Akranesi. Frisbígolf, eða folf eins og það er kallað, hefur safnað miklum vinsældum á Íslandi og hafa körfur m.a. verið til staðar í Garðalundi í nokkur ár. Íslenska Frisbígolfsamband fékk nýverið styrk frá Akraneskaupstað til að setja upp folfvöll og í síðustu viku komu fulltrúar Frisbígolfsambands Íslands og settu upp teiga og merkingar og gerðu sex körfu völl í samstarfi við garðyrkjustjóra og starfsmenn bæjarins. „Þetta er sjötti völlurinn sem opnaður er á Íslandi og þetta er alveg frábær staður. Ég vil meina að þetta sé einn skemmtilegasti völlur landsins, því það er mjög skjólgott og þarna eru tjarnir og tré. Þetta er því draumastaður fyrir frisbígolf,“ segir Birgir Ómarsson formaður Íslenska Frisbígolfsambandsins. Hann vonast til þess að hægt verði að stækka völlinn í níu holur. Það var Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri sem vígði nýja völlinn í gær.

Hver sem er getur spilað folf og fæst úr því fín hreyfing. „Það skemmtilega við þessa íþrótt er að allir geta spilað hana og búnaðurinn er alls ekki dýr. Við settum upp tvo teiga fyrir byrjendur annars vegar og lengra komna hins vegar. Fólk með mismunandi getu getur því spilað saman á vellinum,“ segir Birgir.

 

Íslenska frisbígolfsambandi kynnir íþróttina um allt land og Birgir segir kynningarstarfið hafa gengið vel. „Við höfum fundið fyrir algjörri sprengingu í fjölda iðkenda í sumar. Þegar kominn er góður völlur er fólk fljótt að koma og spila. Við stefnum fljótlega á að koma á Akranes þegar vel viðrar og halda kynningu þar sem áhugasamir geta fengið að prófa íþróttina og lært á mismunandi diska og kasttækni,“ segir Birgir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is