Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2013 12:01

Rússar færðu Hernámssetrinu gjafir

Í Hernámssetrinu að Hlöðum í Hvalfirði var boðið til móttöku síðastliðinn föstudag vegna þess að 71 ár eru liðin frá því að PQ-17 skipalestin lagði af stað frá Hvalfirði til Rússlands með bandarísk hergögn. Af því tilefni gaf Rússneska sendiráðið á Íslandi þrjá einkennisbúninga; breskan, bandarískan og rússneskan til safnsins og eftirlíkingar af vélbyssum hvers lands sem notaðar voru í síðari heimsstyrjöldinni.

 

Vel var mætt á samkomuna, en auk heimamanna var mikill fjöldi erlendra gesta og fjölmiðlafólks sem sýndi þessum viðburði áhuga. Haldnar voru ræður, bæði á íslensku og ensku þar sem greint var frá mikilvægi PQ-17 skipalestarinnar. Meðal þeirra sem tóku til máls var Andrey Tsyganov sendiherra Rússlands á Íslandi, sem sagði hugmyndina á bakvið gjafirnar vera að sýna þakklæti Rússa til Íslendinga fyrir aðstoðina í síðari heimsstyrjöldinni. Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar lokaði svo formlegri dagskrá þar sem hún þakkaði Guðjóni Sigmundssyni fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt á sig til að koma upp Hernámssetrinu. Eftir ræðuhöldin var skálað í vodka og tónlistaratriði flutt 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is