Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2013 02:01

Framkvæmdir hafnar við æfingasvæðið á Jaðarsbökkum

Á dögunum var byrjað á framkvæmdum við endurbætur á æfingasvæðunum á Jaðarsbökkum á Akranesi. Á liðnum vetri gerði Akraneskaupstaður samning við Knattspyrnufélag ÍA um endurbætur á helmingi æfingasvæðisins sem framkvæmdar verða í sumar og næsta sumar. Fyrir tveimur árum var endurbætt og sáð í fjórðung svæðisins, sem snýr að Akraneshöll og Innnesvegi, og var sá hluti tekinn í notkun nú í vor. Það er verktakafyrirtækið Þróttur sem sér um jarðvegsframkvæmdirnar og er nú byrjuð flokkun efnis á um helmingi þess svæðis sem tekin verður fyrir í sumar, það er næst Langasandi og dvalarheimilinu Höfða. Næsta sumar verður svo tekið fyrir svæðið þar ofan við. Það er GrasTec, fyrirtæki Brynjars Sæmundssonar íþróttavallafræðings, sem sér um uppgræðslu svæðanna og er reiknað með að sáning í það svæði sem tekið verði fyrir í sumar fari fram í ágústmánuði.

Þegar uppgræðslu svæðanna lýkur næsta sumar verður einungis eftir að endurvinna fjórðung æfingasvæðisins á Jaðarsbökkum, en það er svæðið næst Langasandi og Akraneshöll, sem var í bestu ástandi áður en ráðist var í endurbæturnar. Grasið var fremur illa farið á æfingasvæðunum, enda rúmlega 20 ár frá því sáð var í þau. Í framkvæmdasamningnum sem undirritaður var í vetur veitir bæjarsjóður 21 milljón króna á næstu þremur árum til framkvæmdanna. ÍA aflaði tilboða í verkið og er gert ráð fyrir að verkið sem fram fer í sumar og næsta sumar kosti um 38 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is