Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2013 11:01

Samantekt frá Íslandsmóti fullorðinna í Borgarnesi

Það má segja að Jakob Svavar Sigurðsson hafi verið knapi mótsins á þessu Íslandsmóti og vann hann nánast helming þeirra íslandsmeistaratitla sem í boði voru. Hann varð Íslandsmeistari í slaktaumatölti og fimmgangi á Al frá Lundum II en Jakob er að undirbúa för sína með Al á heimsmeistaramótið sem fram fer í Berlín í byrjun næsta mánaðar. Jakob náði sínum besta árangri til þessa í bæði slaktaumatölti og fimmgangi á mótinu og hlaut til að mynda einkunina 9,04 í úrslitum í slaktaumatölti. Niðurstöðurnar af mótinu ættu því að vera gott veganesti fyrir þá félaga Jakob og Al fyrir heimsmeistaramótið sem framundan er. Auk þess varð Jakob Íslandsmeistari í fjórgangi á Eld frá Köldukinn sem og samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Það má því með sanni segja að hann sé vel að titlinum komin að vera knapi mótsins.

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli komu sjöttu inn í úrslit í töltinu. Náðu hann að vinna sig upp í fyrsta sætið í úrslitunum og sigruðu þar með töltið í annað sinn í röð með glæsilegri sýningu og reiðmennsku sinni á Stormi. Rétt á hæla hans kom svo tengdapabbi Árna Björns, Sigurbjörn Bárðarsson með hestinn Jarl frá Mið-Fossum.

 

Íslandsmeistaratitill í samanlögðum fimmgangsgreinum kom í hlut Valdimars Bergstað á hesti sínum Tý frá Litla-Dal. Þann titil hlýtur sá knapi sem hlotið hefur hæstu samanlögðu einkunn úr þremur fimmgangsgreinum sem keppt er í á mótinu og telst það því eftirsóknarverður titill að ná.

 

Í skeiðgreinunum var Sigurbjörn Bárðarson atkvæðamestur, Sigurbjörn sem komin  er á sjötugs aldurinn hefur yfir mörgum titlum að státa. Í keppnisíþrótt sem hestamennskan er, er krafist mikils aga, einbeitningu, næmni fyrir hestinum, góðs jafnvægis, úthalds og líkamlegs styrks. Það má því með sanni segja að Diddi eins og hann er oftast kallaður sé einstakur að ná slíkum árangri og halda því við að vera berjast um toppsætin á stórmótum hestamanna svo árum skiptir.  Sigurbjörn Bárðarson er ekki af baki dottin enn þrátt fyrir aldurinn og þurfa yngri knapar að hafa sig alla við til að hafa við þeim gamla.

 

Í þetta sinn varð Sigurbjörn Íslandsmeistari í 150m. skeiði á Óðni frá Búðardal þeim margverðlaunaða skeiðhesti og í 250m. skeiði bar hann einnig sigur úr bítum á Andra frá Lynghaga.

 

Gæðingaskeiðið sigraði Haukur Baldvinsson á hestinum Fal frá Þingeyrum  með einkunnina 8,04 en þeir kappar eru búnir að vera sigursælir á keppnisbrautinni um nokkra ára skeið. Hann fékk til að mynda 9,5 fyrir niðurtöku í öðrum spretti þ.e.a.s. nærri óaðfinnanleg niðurtaka og er þetta í annað sinn sem Haukur og Falur sigra þessa grein á íslandsmóti. 

 

100 m. skeiðið var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn sem barist var um á mótinu og var það Bjarni Bjarnason með hryssuna Heru frá Þóroddsstöðum sem hömpuðu þeim titli. 

 

Það bar á góma að tölvukerfið sem notað var við mótshaldið væri eitthvað sem væri komið til að vera. Tölvukerfi þetta er hannað af Eyþóri Gíslasyni og var fyrst tekið í notkun á síðastliðnu fjórðungsmóti á Kaldármelum. Kerfið virkar þannig að allir ritarar eru með tölvur í bílum í staðinn fyrir reiknivélar og blöð og engin dómaraspjöld eru notuð eins og verið hefur. Þetta gerir það að verkum að dómar birtast á skjá í dómpalli um leið og ritarar slá tölur inn. Þetta einfaldar alla vinnu í dómpalli og gerir það að verkum að rennslið í keppninni er mun betra, mótið gengur hraðar fyrir sig og knapar fá allar tölur sundurliðaðar og geta skoðað þær á heimasíðu mótsins stuttu eftir að hverri grein lýkur. Með þessu móti geta dómarar einnig auðveldlega séð samanburð sín á milli og þá sérstaklega í forkeppni þar sem að sætaröðun frá hverjum dómara er einnig birt fyrir hvern og einn knapa fyrir sig. Það má því segja að kerfi þetta sé eitthvað sem telja má að sé komið til að vera í framtíðinni á mótum sem þessu.

 

„Knapar ánægðir með mótshaldið”

Íslandsmót í hestaíþróttum var síðast haldið í Borgarnesi árið 1995 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá hvað varðar kröfur um vallaraðstæður og umgjörðina í heild sinni. Það var því lagst á eitt að bæta velli og umgjörðina til að verða við kröfum nútímans. Mótið gekk þegar á heildina er litið rosalega vel fyrir sig í alla staði . Má segja að mótshaldið og umgjörð þess hafi verið til fyrirmyndar, góðir þulir og samstíga og jákvæður starfshópur sem gerði það að verkum að létt stemning var á svæðinu.

 

Rætt var við nokkra knapa á meðan á mótinu stóð og höfðu þeir á orði að völlurinn, umgjörðin og mótshaldið í heild sinni hefði verið gott en nokkrir höfðu á orði að ósamræmi í dómgæslu hefði sett smá strik í reikninginn.

 

Þrír knapar voru teknir tali úr sitthvorum landshlutanum og fengin til að segja sitt álit á mótshaldinu í heild sinni.

 

Jakob Svavar Sigurðsson

„Mér fannst þetta mjög gott mót og vellirnir ótrúlega fínir miðað við þá bleytutíð sem verið hefur að undanförnu. Auk þess má einnig geta þess að skipulagið í held sinni á mótinu gekk mjög vel fyrir sig”

 

Mette Mannseth

„Í heildina fannst mér mótið virka vel skipulagt, jákvæðir starfsmenn, góðir vellir og þægilegt umhverfi til að vera í”

 

Hinrik Bragason

„Þetta mót var bara meiriháttar gott og ykkur til sóma. Allt sem sneri að móthahaldi, keppni og annað var flott á þessu móti”

 

 

Fh. Framkvæmdarnefndar Íslandsmóts í hestaíþróttum

Birna Tryggvadóttir

 

 

 

 

Hér að neðan má sjá heildarniðurstöður af úrslitum mótsins:

 

FIMMGANGUR  A-ÚRSLIT

Sæti Keppandi Heildareinkunn  

1 Jakob Svavar Sigurðsson / Alur frá Lundum II 8,19  

2 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,81  

3 Reynir Örn Pálmason / Greifi frá Holtsmúla 1 7,69  

4 Mette Mannseth / Stjörnustæll frá Dalvík 7,62  

5 Eyjólfur Þorsteinsson / Kraftur frá Efri-Þverá 7,48  

6 Haukur Baldvinsson / Falur frá Þingeyrum 7,21

 

FIMMGANGUR  B-ÚRSLIT

Sæti Keppandi Heildareinkunn

6 Mette Mannseth / Stjörnustæll frá Dalvík 7,33

7 Sigurður Sigurðarson / Frægur frá Flekkudal 7,26

8 Elvar Þormarsson / Skuggi frá Strandarhjáleigu 7,17

9 Ísólfur Líndal Þórisson / Sólbjartur frá Flekkudal 7,12

10 Sigurður Vignir Matthíasson / Helgi frá Neðri-Hrepp 7,07

 

FJÓRGANGUR  A-ÚRSLIT

Sæti      Keppandi  Heildareinkunn

1 Jakob Svavar Sigurðsson / Eldur frá Köldukinn 8,13

2 Guðmundur Björgvinsson / Hrímnir frá Ósi  8,10

3 Karen Líndal Marteinsdóttir / Týr frá Þverá II 8,07

4 Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi 8,03

5  Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II  8,00

6  Hinrik Bragason / Stórval frá Lundi 7,93


FJÓRGANGUR  B-ÚRSLIT

Sæti   Keppandi   Heildareinkunn  

6 Hinrik Bragason / Stórval frá Lundi 8,00  

7 Árni Björn Pálsson / Öfjörð frá Litlu-Reykjum 7,77  

8 Ólafur Ásgeirsson / Hugleikur frá Galtanesi 7,57  

9 Anna S. Valdemarsdóttir / Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu 7,50  

10 Hulda Gústafsdóttir / Ketill frá Kvistum 7,40


TÖLT T1  A-ÚRSLIT

Sæti Keppandi Heildareinkunn  

1 Árni Björn Pálsson / Stormur frá Herríðarhóli 8,89  

2 Sigurbjörn Bárðarson / Jarl frá Mið-Fossum 8,84  

3 Leó Geir Arnarson / Krít frá Miðhjáleigu 8,78  

4 Jakob Svavar Sigurðsson / Eldur frá Köldukinn 8,39  

5-6 Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 8,28  

5-6 Hinrik Bragason / Stórval frá Lundi 8,28  

7 Bylgja Gauksdóttir / Grýta frá Garðabæ 8,06  

8 Viðar Ingólfsson / Vornótt frá Hólabrekku 7,83


TÖLT T1  B-ÚRSLIT

Sæti       Keppandi  Heildareinkunn

7-8 Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II  8,17

7-8 Bylgja Gauksdóttir / Grýta frá Garðabæ  8,17

9 Sigurður Sigurðarson / Dreyri frá Hjaltastöðum 7,94

10 Sigurður Vignir Matthíasson / Hamborg frá Feti  7,78

 

TÖLT T2   A-ÚRSLIT

Sæti   Keppandi   Heildareinkunn  

1 Jakob Svavar Sigurðsson / Alur frá Lundum II 9,04  

2 Reynir Örn Pálmason / Greifi frá Holtsmúla 1 8,58  

3 Valdimar Bergstað / Týr frá Litla-Dal 8,17  

4 Viðar Ingólfsson / Hrannar frá Skyggni 8,04  

5 Snorri Dal / Vísir frá Syðra-Langholti 7,50  

 

GÆÐINGASKEIÐ

Dómari 1     Dómari 2     Dómari 3     Tími (sek)     Dómari 5     Heildareink.      Meðaleink.

   1 Haukur Baldvinsson, Falur frá Þingeyrum                                                                      8,04  

  Umferð 1        9,00      8,00      8,00     9,10     8,00      7,92  

  Umferð 2        9,50      8,00     8,50     9,00     8,00     8,17  

2 Valdimar Bergstað, Týr frá Litla-Dal                                                                                    7,83  

  Umferð 1        7,50      7,00     8,00     8,80      7,50     7,67  

  Umferð 2        8,50      8,00      8,00      8,90     8,00     8,00  

3 Árni Björn Pálsson, Korka frá Steinnesi                                                                7,83  

  Umferð 1        9,00      8,50      7,50      8,80     6,50     7,92  

  Umferð 2        8,00      8,00      7,50     8,90     7,50      7,75  

4 Sigurður Vignir Matthíasson, Máttur frá Leirubakka                                                    7,71  

  Umferð 1        8,00      7,50      8,00      8,90     6,50     7,58  

  Umferð 2        8,50      7,5        8,50      9,00     7,50     7,83  

5 Daníel Ingi Smárason, Hörður frá Reykjavík 7,63  

  Umferð 1        7,00      8,00      9,00      8,30     5,50     8,00  

  Umferð 2        4,50      8,00     9,00     8,60      5,00     7,25  

 

100M SKEIÐ

Keppandi                         Sprettur 1       Besti sprettur              Einkunn

1 Bjarni Bjarnason
Hera frá Þóroddsstöðum         8,23      7,79                   7,02

2 Eyjólfur Þorsteinsson
Spyrna frá Vindási                     7,82     7,82                   6,97

3 Teitur Árnason
Jökull frá Efri-Rauðalæk          8,18      7,95                    6,75

4 Guðmundur Björgvinsson
Gjálp frá Ytra-Dalsgerði                         8,14     8,08                   6,53

5 Daníel Ingi Smárason
Hörður frá Reykjavík                 8,17     8,17                    6,38  

 

150M SKEIÐ

Keppandi  Sprettur 1 Sprettur 2 Sprettur 3 Sprettur 4  Besti sprettur Einkunn

1 Sigurbjörn Bárðarson
Óðinn frá Búðardal     14,61   15,09  14,80  14,64  14,61  7,39

2 Ævar Örn Guðjónsson
Blossi frá Skammbeinsstöðum 1 15,04           14,63  14,97  0           14,63   7,37

3 Eyjólfur Þorsteinsson
Vera frá Þóroddsstöðum         15,16   14,67   0            0            14,67  7,33

4 Teitur Árnason
Tumi frá Borgarhóli     14,81   0            15,01   0            14,81   7,19

5 Hinrik Bragason
Veigar frá Varmalæk  14,92   0           0            15,22   14,92  7,08

 

250M SKEIÐ
Keppandi Sprettur 1 Sprettur 2 Sprettur 3 Sprettur 4 Besti sprettur Einkunn

1 Sigurbjörn Bárðarson
Andri frá Lynghaga      23,19   23,09   23,09   0           23,09   7,53

2 Árni Björn Pálsson
Korka frá Steinnesi      23,81   23,19 0            25,24   23,19   7,45

3 Daníel Ingi Smárason
Blængur frá Árbæjarhjáleigu II            0            0            0           23,65   23,65              7,08

4 Bjarni Bjarnason
Hera frá Þóroddsstöðum         23,83   26,38  0           23,98  23,83  6,94

5 Guðmundur Björgvinsson
Gjálp frá Ytra-Dalsgerði                         23,83   0           0            24,24   23,83  6,94

 

FIMMGANGSMEISTASTARI
Valdimar Bergstað og Týr frá Litla-Dal

 

FJÓRGANGSMEISTARI
Jakob Svavar Sigurðsson og Eldur frá Köldukinn

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is