Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2004 10:39

Niðurskurður til Landmælinga Íslands

Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var lagt til að framlag til Landmælinga Ísland verði skert um 30 milljónir króna miðað við framlag yfirstandandi árs. Þetta þýddi að óbreyttu 15% niðurskurð til stofnunarinnar þar sem hún hafði á þessu ári 196 milljónir á fjárlögum. Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ, sagði í samtali við Skessuhorn að ef ekki fengist leiðrétting á framlagi til stofnunarinnar gæti það ekki þýtt annað en talsverðan niðurskurð á starfseminni og einhverja fækkun í mannahaldi í ljósi þess hve laun væru hátt hlutfall rekstrarkostnaðar.

 “Ég hef átt fund með umhverfisráðherra vegna málsins og átti Sigríður Anna Þórðardóttir strax í kjölfar hans fund með fjármálaráðherra. Það vilja allir sem ég hef rætt málið við, leggjast á eitt um að lagfæra þetta, enda hafa sumir embættismenn í ríkisgeiranum gengið svo langt að kalla þetta hrein og klár “mistök” við fjárlagagerðina. Ég er því nokkuð vongóður um að farsæl leiðrétting náist í málinu,” sagði Magnús Guðmundsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is