Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2004 10:40

Nýtt öflugt sveitarfélag að veruleika?

Hjördís Stefánsdóttir, formaður sameiningarnefndarinnar í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar, ritar pennagrein í Skessuhorn í þessari viku. Á morgun, laugardaginn 20. nóvember verður gengið til kosninga og strax um kvöldið munu úrslit liggja fyrir. Skessuhornsvefurinn birtir hér grein Hjördísar í heild sinni.

"Næstkomandi laugardag mun verða kosið um sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar. Fyrir okkur, íbúa þess svæðis, er um afar mikið hagsmunamál að ræða og í raun brýnt samfélagslegt mál. 

Mig langar því aðeins að koma hér inn á nokkur þau atriði sem mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir áður en við göngum að kjörborðinu næstkomandi laugardag.

 

Afhverju þessi sameining?

Það er margt sem styður sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Má þar helst nefna landfræðilegar aðstæður svæðisins og það mikla samstarf sem verið hefur á milli hreppanna í langan tíma. Þó tel ég að það sem styður þessa sameiningu sé fyrst og fremst sú staðreynd að hagsmunir þessara sveitarfélaga í öllum helstu málaflokkum fara saman og hafa gert það um langa hríð. Má í því sambandi nefna rekstur grunnskólans, en eins og við öll vitum hefur ríkt óvissa um framtíð og rekstur Heiðarskóla. Ógjörningur er að mínu mati að eyða þeirri óvissu og vinna að markvissri uppbyggingu skólastarfs hér á svæðinu nema með sameiningu hreppanna. Kosningarnar nú á laugardaginn, snúast því um framtíð skólahalds á svæðinu.

 

Sérstaða okkar

Hér hefur verið byggt upp gott samfélag. Samfélag fólks sem hefur kosið sér að búa utan hins hefðbunda þéttbýlis. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að sameining hreppanna fjögurra er forsenda þess að það samfélag sem hér er fyrir hendi byggist upp með áherslu á þá sérstöðu sem þessi samfélagsgerð er. Ef rétt er haldið á málum þá mun slíkt sveitarfélag laða að fólk til eflingar og uppbyggingar. Fólk sem kýs þá sérstöðu sem þetta samfélag hefur og við getum og eigum að vera stolt af. 

 

Öflugt sveitarfélag

Með sameiningu þessara fjögurra hreppa, mun verða til öflugt sveitarfélag með afar sterka fjárhagslega stöðu, sveitarfélag þar sem tekjur á íbúa yrðu með því hæsta sem gerist og skuldir óverulegar. Sameinað sveitarfélag mun hafa alla burði til þess að standa að góðri þjónustu við íbúa sína og sinna lögbundnum verkefnum. Sameinað sveitarfélag er mun betur í stakk búið til þess að nýta betur þau sóknarfæri sem svæðið býður upp á og vinna að markvissri stefnumótun fyrir svæðið í heild í helstu málaflokkum. 

 

Frumkvæði okkar sjálfra

Öllum er ljóst að mikil þrýstingur hefur verið frá stjórnvöldum sveitarstjórnarmála, sem hafa með markvissum hætti hvatt til sameiningar og fækkunar sveitarfélaga hér á landi. Þessi þrýstingur hefur í raun lengi verið á fámennum sveitarfélögum og tel ég það fullvíst að sameiningarferlið nú sé síðasta tækifæri sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar til þess að hafa frumkvæði að sameiningu og stjórna þannig atburðarrásinni sjálf. Ef sameining næst ekki í þessari atlögu hafa stjórnvöld, þegar áskilið sér rétt til að leggja fram nýja tillögu sem kosið verður um í apríl á næsta ári.  Fullvíst er að sú tillaga mun fela í sér sameiningu samfélags okkar við þéttbýlissvæði.  

 

Sameinuð stöndum við...

Það er ljóst að kosningarnar næstkomandi laugardag snúast um það hvort við viljum að eigin frumkvæði sameinist í öflugu, kraftmiklu og sjálfstæðu sveitarfélagi eða hvort við viljum hlýta því að fá innan tíðar tilskipun frá stjórnvöldum um það í hvernig sveitarfélag við eigum að búa. Okkar er valið.

Ég hvet alla íbúa hreppanna sunnan Skarðsheiðar til þess að ljá samseiningartillögunni atkvæði sitt næstkomandi laugardag og stuðla þannig að uppbyggingu nýs og þróttmikils sveitarfélags.

 

Hjördís Stefánsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is