Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2013 11:01

Vill gera upp fortíðina á Akranesi

Í Skessuhorni sem kemur út í dag má lesa viðtal við Akurnesinginn Hafstein Jóhannsson kafara og siglingakappa sem hefur búið í Noregi undanfarna áratugi. Í viðtalinu kemur Hafsteinn víða við og segir m.a. frá örlögum tveggja kunnra skipsskrúfa við hafnarhúsið á Akranesi sem hann kveðst eiga. Við grípum niður í viðtalið þar sem Hafsteinn segir frá því þegar skrúfurnar voru fjarlægðar af lóð æskuheimilisins síns við Krókatún.

Hafsteinn segist hafa frétt af því fyrir tilviljun að skrúfurnar hefðu verið fjarlægðar af lóð æskuheimilis síns við Krókatún. „Geiri bróðir bjó þar um tíma og hann kom skrúfunum fyrir í gamla hænsnaskúrnum sem er á lóðamörkunum. Þegar þetta gerðist átti Óli Þórðar á Hvítanesi þetta hús en leigði það út meðan hann var í fótboltanum í Noregi. Leigjandinn sagði bæjarstjóranum að hann vissi ekkert um þessar skrúfur svo hann þyrfti að hafa samband við Óla. Það var ekki gert og skrúfurnar fjarlægðar. Ég hef átt þessar koparskrúfur frá upphafi því þær voru á síðustu Eldingunni minni,“ segir Hafsteinn.

 

Honum er mikið niðri fyrir að leiðrétta þetta og vill ekki sitja undir því, orðinn 78 ára gamall, að vera stimplaður þjófur á Akranesi. „Það er alveg rétt að við gerðum mikið af okkur nokkrir strákar á Skaganum á þessum árum. Þetta voru svo sem engin skipulögð samtök hjá okkur með formann og slíkt en með mér voru oft Binni skarfur, Hilmar hressilegi, Andri á Sunnuhvoli, Maggi bróðir, Stjáni meik og fleiri. Það sem ég gerði af mér á þessum árum gæti ég skrifað á eina A-4 síðu og svo gæti ég alveg skrifað aðra með því sem ég var sakaður um, en kom hvergi nærri. Við vorum bara það sem er í dag ADHD plús eða mínus fimm. Eins ofvirkir og hægt var. Við vorum bara fæddir svona og engin ráð til við því þá. Um tíma var farið að kenna okkur um alla mögulega hluti sem úrskeiðis fóru á Akranesi, sérstaklega mér. „Ég man vel eftir því þegar nágranni minn, Stebbi lögga, breytti þrisvar framburði sínum í ákæru á mig fyrir að hafa brotist inn í Fiskiver. Hann kærði mig fyrir að hafa skotið máv út um eldhúsgluggann heima og það var alveg rétt. Hann var í svo góðu færi þessi mávur að ég stóðst það ekki að skjóta hann en þegar hvert ákæruatriðið af öðru var hrakið fannst mér nóg komið. Nóg var það samt,“ segir Hafsteinn sem er með reiðhjól meðferðis í húsbílnum sínum. Á hjólinu fer hann á um allar trissur.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is