Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2013 12:01

„Finnum fyrir góðum stuðningi“

Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfun karlaliðs ÍA í Pepsídeildinni í knattspyrnu fyrir skemmstu í kjölfar uppsagnar Þórðar Þórðarsonar. Bíður hans það krefjandi verkefni að stýra liðinu sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar aftur á sigurbraut. Íslandsmótið í knattspyrnu er nú hálfnað og verma Skagamenn botnsæti deildarinnar með fjögur stig. Þrátt fyrir stigaþurrð er Þorvaldur bjartsýnn fyrir seinni helming mótsins og segir hann liðið, sem hann hefur fulla trúa á, eiga töluvert inni og muni rétta sinn kúrs. Blaðamaður Skessuhorn tók nýja þjálfara Skagamanna tali sem á að baki viðburðaríkan og farsælan feril í knattspyrnunni, bæði sem leikmaður og þjálfari.

 

 

 

Betri að þjálfa en mála

„Eins og flestir vita þá bar ráðning mín á Skagann brátt að,“ segir Þorvaldur um aðkomu sína að ÍA fyrir skemmstu. „Ég tók mér sumarfrí eftir að ég hætti hjá Fram og var að mála húsið mitt norður á Akureyri þegar ég fékk símtal frá Þórði Guðjónssyni þar sem mér var boðið að taka við liðinu. Eftir smá samtal við Þórð fór mér að lítast vel á verkefnið og ákvað að kýla á þetta, enda er ég mun betri að þjálfa en að mála,“ segir Þorvaldur í léttum tón. „En að öllu gamni slepptu þá finnst mér áskorunin mikil og ég fann að þetta var eitthvað sem mig langaði til að gera, að leggja Skagamönnum lið í baráttunni sem framundan er. ÍA er líka flottur klúbbur, með góða umgjörð og aðstöðu, sem allir þjálfarar hljóta að sækjast eftir að starfa fyrir.“

 

Lesa má viðtal við Þorvald Örlygsson þjálfara karlaliðs ÍA í knattspyrnu í Skessuhorni sem kom út í dag. Þar er meðal annars sagt frá skemmtilegum tengingum hans við Vesturland.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is