Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2013 11:01

Makrílvinnsla farin af stað í Grundarfirði

Í fyrrakvöld hófst makrílvinnsla hjá G.Run í Grundarfirði. Bæði skip G.Run; Helgi SH og Hringur SH komu að landi á mánudagskvöld og þriðjudagsmorgun og héldu strax aftur til veiða eftir löndun. Að auki er Kaldbakur EA einnig að veiða makríl fyrir vinnsluna. „Veiðin hefur verið mun rólegri nú en í fyrra, enda er sjávarhitinn mun lægri. Það er einn þátturinn af því, en í raun er ágætis veiði en svolítið dyntótt. Makríllinn þéttir sig ekki almennilega,“ segir Runólfur Guðmundsson hjá G.Run í samtali við Skessuhorn. Unnið er á vöktum við vinnsluna og er hún keyrð allan sólarhringinn og allur makríllinn unninn til manneldis. „Það er keyrt áfram á meðan hráefnið endist, en okkur var skammtað litlu af afla. Annars er allt á fullu hér og höfnin logar af lífi allan sólarhringinn,“ segir Runólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is