Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2013 11:01

Pizzugerðin Stykkið opnuð í Stykkishólmi

Þann 1. júlí síðastliðinn opnaði pizzugerðin Stykkið við Borgarbraut í Stykkishólmi. Á Stykkinu er boðið upp á pizzur, brauðstangir og fleira. „Hugmyndin er að selja bara pizzur og gera það eins vel og við getum mögulega gert,“ segir Bjarki Hjörleifsson einn eigenda Stykkisins í samtali við Skessuhorn. Ásamt honum eiga þau Emilía Ólöf Þorvarðardóttir, Árni Ásgeirsson og Anna Margrét Ólafsdóttir Stykkið saman. Deigið í flatbökurnar er framleitt á staðnum en eldhúsaðstaðan ekki mjög stór. „Þetta er mikil framleiðsla og með vetrinum stefnum við á að fara í smá framkvæmdir og skapa okkur meira eldhúspláss,“ segir Bjarki. Stykkið er opið frá klukkan fimm síðdegis til níu öll kvöld og geta viðskiptavinir sest niður inni til að njóta matarins eða tekið hann með sér heim. Hólmarar virðast hafa tekið starfseminni opnum örmum. „Þetta hefur farið ljómandi af stað og gengið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Bjarki.

Einn veggur Stykkisins er nýttur undir ljósmynda- og málverkasýningar og þar hanga nú ljósmyndir af blómum eftir Ólaf K. Ólafsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is