Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2013 01:00

Stærsta fiskiskip landsins er nú við bryggju í Grundarfirði

Nú stendur yfir í Grundarfirði löndun á 2.100 tonnum af frystum makrílflökum úr stærsta skipi íslenska fiskiskipaflotans; Kristinu EA-410. Skipið kom til hafnar í Grundarfirði í morgun og verður makrílnum landað í frystigeymslu Snæfrosts í Grundarfirði. Kristina, sem um tíma hét Engey RE þegar HB Grandi átti skipið, hefur verið í eigu Samherja frá 2007. Skipið er 105 metra langt, 20 metra breitt og 7.681 brúttótonna verksmiðjuskip sem smíðað var á Spáni 1994. Það hefur verið mikið á veiðum við Afríkustrendur. Frystigeymsla Snæfrosts var tekin í notkun árið 2007 og er 1.000 fermetrar að gólffleti. Töluverður fjöldi skipa kemur að landi í Grundarfirði til að landa í frystigeymsluna og skapar starfsemin miklar tekjur fyrir hafnarsjóð Grundarfjarðar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is