Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2013 09:01

Sveitahátíð og markaðsstemning í Breiðabliki um helgina

Um næstu helgi fer fram hinn árlegi sveitamarkaður íbúa á sunnanverðu Snæfellsnesi í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þetta er í sjötta sinn sem markaðurinn fer fram en efnt var til hans í fyrsta skipti árið 2007. Að sögn Margrétar Bjarkar Björnsdóttur sem vinnur með undirbúningsnefnd markaðarins hefur hann stækkað ár frá ári og er orðinn að ómissandi lið í dagskrá sveitunga og gesta. „Margir eru farnir að nota þetta tækifæri til að koma í heimsókn í sveitina, en sem fyrr verða seljendur margir og koma víða að úr sveitunum. Gestum hefur fjölgað með árunum og hefur sala á vörum aukist í takt við það. Þannig lá t.d. við vöruskorti í fyrra,“ segir Margrét Björk.

Markaðurinn fer fram á laugardag og sunnudag og stendur yfir báða dagana frá kl. 12-18.

 

Margrét Björk segir veltu síðasta sveitamarkaðar hafa verið tæplega ein milljón króna sem sýni svart á hvítu að hann njóti bæði vinsælda og skipti íbúa máli. „Fjöldi annarra viðburða verða einnig á dagskránni á borð við fjölskylduleiki, fjárhundasýning, hestalistir og lukkukrukka svo fátt eitt sé nefnt.“

 

Nánar má lesa um hátíðina á vef Sveitasímans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is