Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2013 01:01

Dagurinn dugar ekki fyrir allt sem við viljum koma í verk

Hjónin Smári J. Lúðvíksson og Auður Alexandersdóttir búa í Rifi og hafa gert síðan 1970. Smári er fæddur og uppalinn á Hellissandi en Auður er fædd á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og ólst upp á Stakkhamri frá fjögurra ára aldri. Árið 1959 giftu þau sig og upp úr því byggðu þau sér íbúðarhús á Hellissandi, en sama ár lauk Smári trésmíðinámi. Námið stundaði hann í Ólafsvík hjá Vigfúsi Vigfússyni trésmíðameistara og frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta sama vor lauk Auður námi við Húsmæðraskólann á Varmalandi. „Það ár byrjaði uppbygging Lóranstöðvarinnar á Gufuskálum og Smári fór að vinna þar. Sú uppbygging gaf sprautu í byggðarlagið,“ segir Auður en hún vann einnig á Gufuskálum. Einnig var mikil uppbygging í Rifi og á Hellissandi. „Það var að lifna yfir hérna og útgerðin að hefjast af krafti frá Rifi,“ segir Smári og við það bætir Auður: „Þegar Gufuskálavinnan var búin var nóg að gera í byggingavinnu hjá Smára.“ Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þau hjón um æðarvarpið í Rifi, félagsstörf, húsasmíðar og sitthvað fleira.

Tók þátt í byggingu margra húsa

Þau hjónin bjuggu á Hellissandi í rúm tíu ár og eignuðust þar sín fjögur börn, þau Alexander, Lúðvík, Örn og Hildigunni. Þau byggðu sér hús í Rifi og fluttu þangað 1970. „Hér höfum við búið síðan,“ segir Auður. Smári vann mikið í bátunum í Rifi á þeim tíma. „Þegar verið var að skipta yfir á netin þurfti til dæmis að smíða netapallana og margt, margt fleira,“ segir Smári. Mest voru þetta trébátar á þeim tíma og sá Smári um viðhald margra þeirra og vann oft á næturnar eftir að bátarnir komu í land svo allt gæti verið klárt þegar þeir færu út á morgnana.

 

Lesa má viðtal við hjónin Smára J. Lúðvíksson og Auði Alexandersdóttur í Rifi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is