Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2013 09:01

Flestir gripu í tómt þegar á reyndi

Flest íslensk sumarhús eru byggð úr timbri og eldsmatur þar mikill. Þá er gróður gjarnan töluverður í kringum húsin og mikil hætta getur skapast af sinubruna þegar þannig hagar til. Í sumarhúsum er mikilvægt að huga að eldhættu, ekki hvað síst á þéttbýlustu sumarhúsasvæðunum. Á Suðurlandi eru skráð fleiri en 6.000 sumarhús og yfir 2.500 á Vesturlandi. Íbúum þessara svæða fjölgar því um nokkur þúsund á sumrin. Við sinubruna í Skorradal síðastliðið vor voru íbúar og gestir í um 25 sumarhúsum beðnir um að sækja slökkvitæki sín til að nota við slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík tæki og einungis eitt þeirra virkaði, samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélaginu VÍS. „Vonandi gefur þetta ekki til kynna hvernig brunavörnum er almennt háttað í sumarhúsum. Þetta er þó verra hlutfall en á heimilum landsmanna því á tveimur af hverjum þremur þeirra eru slökkvitæki, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2012,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélaginu VÍS.

„Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi þurfa að vera vel aðgengileg í öllum sumarhúsum og kunnátta til að nota búnaðinn. Jafnframt ætti að vera vatnsslanga sem nær hringinn í kringum húsið og sinuklöppur til að geta brugðist við sinueldi. Brýnt er að sýna árvekni við meðhöndlun elds. Gæta þarf vel að einnota grillum, notkun eldavéla, varðeldum, logandi sígarettum, kertum, gasgrillum og útiörnum og tryggja að börn fikti hvorki með eld né eldfæri,“ segir Sigrún hjá VÍS.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is