Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2013 12:34

Tuttugasti laxinn úr Reykjadalsánni

Laxveiðin hefur byrjað vonum framar í Reykjadalsá í Borgarfirði og tuttugasti laxinn kom á land í gærmorgun. Áin er þekkt fyrir vatnsleysi í þurrkatíð og er af þeim sökum þeim mun betri eins og veðráttan hefur verið undanfarnar vikur. Töluvert hefur gengið af fiski í ána. „Við fengum þrjá laxa, ég og Kiddý systir, allt 5-6 punda fiska. Reykjadalsá er virkilega skemmtileg núna og gott vatn í henni þessa dagana,“ sagði Vilborg Reynisdóttir sem veiddi lax númer 20 í ánni þetta sumarið. Veiðin að undanförnu hefur verið góð og veiðimenn að fá fisk á hverri vakt. Rétt er að benda á að töluvert er af óseldum stangardögum í ánni, en Stangveiðifélag Keflavíkur leigir hana út og eru upplýsingar um óselda daga á vef félagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is