Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2013 11:38

Engar vísbendingar um að sandsílastofninn sé að rétta úr kútnum

Í gær lauk ellefu daga sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknaskipinu Dröfn RE 35. Farið var á fjögur svæði í Breiðafirði, Faxaflóa, svæðið við Vestmannaeyjar að Vík og svæði út af Ingólfshöfða. Í frétt á vef Hafró segir: "Þetta er áttunda árið sem farið er í slíkan leiðangur, en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsílis.  Eins og í fyrra fékkst talsvert af seiðum í Faxaflóa, en nú var magnið minna og seiðin smærri. Á öðrum svæðum fékkst minna af seiðum. Við mat á nýliðun í stofninn hefur verið stuðst við fjölda eins árs sandsíla. Á síðasta ári varð nokkuð vart seiða og því eftirvænting að sjá hvernig seiðin mundu skila sér sem eins ár síli sumarið 2013. Í leiðangrinum á Faxaflóa 2012 fékkst mesti fjöldi seiða frá því að athuganir hófust árið 2006, en ekki er að sjá að þau skili sér sem eins ár síli svo nokkru nemi og því ekki að vænta betri nýliðunar í stofninn af árangi 2012. Leiða má að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif.

 

 

Lítið fékkst af eldra síli á öllum svæðum, enda eru þeir árgangar sem ættu að vera uppistaðan í stofninum mjög litlir og virðist 2007 árgangurinn sem hefur verið uppistaðan í stofninum undanfarin ár enn vera til staðar. Við eðlilegt ástand væri vægi þessa árgangs orðið óverulegt, en þetta er eini árgangurinn sem hefur skilað nýliðun sem eitthvað hefur kveðið að frá því athuganir hófust. Leiðangurinn gefur því ekki vísbendingar um að sandsílastofninn sunnan- og vestanlands sé að rétta úr kútnum, en til að það gerist verður nýliðun sandsílis að vera góð, sambærileg eða betri en árið 2007, nokkur ár í röð.

Þessar fyrstu niðurstöður eru háðar óvissu því þær eru eingöngu byggðar á lengdarmælingum á síli en ekki á aldurslesningum. Vöxtur á milli ára er breytilegur hjá síli og einnig er mikill breytileiki í lengd eftir aldri innan árs og milli svæða. Á næstu mánuðum fara fram aldursgreiningar á sýnum ársins og frekari úrvinnsla."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is