Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2013 12:39

Skipulagsnefnd hættir við breytingu á landnotkun við Langasand

Á fundi sínum þriðjudaginn 16. júlí sl. ákvað skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar að falla frá fyrri áformum sínum um breytingu á aðalskipulagi á bakkanum við Langasand, frá Faxabraut að útisturtunum neðan við Jaðarsbraut. Þar hugðist Akraneskaupstaður breyta landnotkun í þá veru að þar yrði svæði fyrir verslun og þjónustu í stað þess að vera óhreift útivistarsvæði eins og er samkvæmt núverandi skipulagi. Bæjaryfirvöld höfðu í mars sl. gefið fjárfesti sem sótti um land fyrir veitingastarfsemi á svæðinu vilyrði fyrir því að hefja vinnu við drög að nýju deili- og aðalskipulagi á bökkunum. Ráðagerðin féll hins vegar í grýttan jarðveg meðal íbúa við Jaðarsbraut sem boðuðu til íbúafundar og réðu í framhaldi þess lögmann til að gæta hagsmuna sinna gagnvart áformum Akraneskaupstaðar. Þeir sendu síðan formlegar athugasemdir fyrir tilskilinn frest.

 

 

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði undir sama dagskrárlið á fundinum 16. júlí að nefndin teldi rétt að unnið verði að skipulagningu Langasandssvæðisins í heild, frá Sólmunarhöfða að Faxabraut, en Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur nýlega ákveðið að styrkja Akraneskaupstað vegna skipulagsvinnu á svæðinu. „Við þá vinnu verði hafðar til hliðsjónar þær athugasemdir og ábendingar sem borist hafa,“ segir í bókun nefndarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is