Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2013 03:55

„Vinna með börnum hefur hjálpað mér að verða betri knattspyrnumaður“

Ólafur Valur Valdimarsson leikmaður meistaraflokks ÍA ver sumrinu í að kenna á leikjanámskeiði fyrir börn á Akranesi. Ólafur, eða Óli eins og hann er oftast kallaður, spilaði stórt hlutverk í knattspyrnuliði ÍA í Pepsí deildinni í fyrra og fékk meðal annars í fjölmiðlum viðurnefnið „Supersub,“ eða Bjargvætturinn í beinni þýðingu. Viðurnefnið fékk Óli fyrir að vera hálfgert leynivopn Skagamanna sem gat komið inn á og breytt gangi mála í leikjum. Í febrúar síðastliðnum meiddist Óli hins vegar þegar aftara krossband í hægra fæti slitnaði og verður hann frá knattspyrnuiðkun í sex til níu mánuði sökum þess. Var strax ljóst að hann myndi missa af stærsta hluta keppnistímabilsins með Skagamönnum þetta árið. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Óla og fékk hann til að lýsa því hvernig er að vera slasaður knattspyrnumaður sem ver sumrinu með börnum.

 

Tími til að prófa eitthvað nýtt

Óli segist hafa þurft að aðlaga vinnu sína mikið að fótboltanum í gegnum tíðina. Hann hafi starfað við ýmislegt og býsna ólík störf. Eftir að hafa unnið í bakaríi, hjá smiði og verið við sveitastörf, fékk hann þá hugmynd að prófa að vinna með börnum og gá hvort það væri ekki eitthvað sem honum þætti skemmtilegt. Eftir áramótin síðustu var hann ráðinn sem stuðningsfulltrúi hjá Brekkubæjarskóla og vann auk þess hjá Frístundaklúbbi Þorpsins. Hefur hann verið að vinna með börnum síðan. Í sumar starfar Óli sem kennari á leikjanámskeiði Skátafélags Akraness og Akraneskaupstaðar. Það starf felst í að vera börnum til halds og trausts, leiðbeina við leiki og sjá til þess að allt fari vel fram. Að hans sögn felst þó mesta ábyrgðin í því að láta öllum líða vel á leikjanámskeiðunum.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is