Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2013 05:21

Yfir 2000 laxar komnir á land í Norðurá

Í dag veiddist tvö þúsundasti lax sumarsins í Norðurá í Borgarfirði. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Sigurvinsson veiðivörður í ánni í samtali við Skessuhorn. Óhætt er því að fullyrða að veiði sumarsins í Norðurá hafi farið fram úr björtustu vonum en allt síðasta sumar veiddust einungis 953 laxar í ánni. Norðurá er því blá af laxi í sumar. Jón segir að nú sé veitt í allri ánni, frá Fornahvammi allt niður að Flóðatangasvæðinu þar sem 15 silungar hafa verið veiddir það sem af er sumri. Veitt er á fimmtán stangir í ánni sem Stangveiðifélag Reykjavíkur er með á leigu en þetta er síðasta leiguár félagsins með ánna.

Samkvæmt síðustu veiðitölum sem birtust á miðvikudaginn höfðu 1817 laxar veiðst í Norðurá og hafa því tæpla 200 laxar komið á land síðan þá. Norðurá er efst alla laxveiðiáa á Íslandi í aflatölum en á eftir henni koma Þverá/Kjarrá með 1423 laxa (14 stangir leyfðar), Blanda með 1030 laxa (14 stangir leyfðar) og Haffjarðará með 905 laxa (6 stangir leyfðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is