Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2013 08:01

Alltaf nóg um að vera í Bryggjubúðinni í Flatey

Það fyrsta sem allir sjá þegar þeir sigla til Flateyjar á Breiðafirði er gamla frystihúsið sem nú hefur fengið mikla andlistlyftingu. Þar er til húsa Bryggjubúðin, sem Lísa Kristjánsdóttir rekur. „Bryggjubúðin er fyrsti viðkomustaðurinn í Flatey. Hér seljum við nýmalað og uppáhellt kaffi, fallegar og hugljúfar bókmenntir og ýmislegt handverk eftir bæði heimamenn sem og aðra vel valda. Allt sem við erum með til sölu talar til eyjanna á einhvern hátt og meirihlutinn af vörum okkar á rætur að rekja til Flateyjar,“ segir Lísa í samtali við Skessuhorn. Lísa er ekki frá Flatey en eiginmaður hennar, Hafþór Hafsteinsson hefur verið búsettur þar um alllangt skeið. „Ég varði miklum tíma í Svefneyjum þegar ég var krakki og hef verið mikið hér í Flatey. Ég var aðstoðarleikstjóri við tökurnar á kvikmyndinni Brúðgumanum og svo vann ég á hótelinu árið 2008,“ segir Lísa.

Þetta er þriðja sumarið sem Bryggjubúðin er starfrækt og á hverju sumri hefur hún tekið einhverjum breytingum. „Það hefur verið gaman að sjá búðina vaxa og dafna og verða stærri með hverju árinu,“ segir Lísa.

 

 

Nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is