Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2013 11:01

Mjólkursamsalan eflir mjólkur- og gæðaeftirlit

Í nýjasta tölublaði Sveitapóstsins, fréttablaðs Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar, sem kom út í byrjun mánaðarins, greinir Einar Sigurðsson forstjóri frá breytingum á mjólkur- og gæðaeftirliti samsölunnar sem ýmist hafa verið ákveðnar eða eru fyrirhugaðar. Í fyrsta lagi hefur verið gerð breyting á skipulagi mjólkureftirlits og rannsóknastofu MS, sem áður var að hluta til rekin undir hatti Samtaka afurðastöðva í mjólkurvinnslu (SAM), og heyra þau verkefni nú alfarið undir heildargæðakerfi samsölunnar. Í öðru lagi hefur MS ráðið til sín Jarle Reiersen dýralækni til að styrkja heildarendurskoðun á gæðakerfi fyrirtækisins sem hófst fyrr á þessu ári og mjólkureftirlit. Einar segir að Jarle kemur til með að verða beinn þátttakandi í mjólkureftirliti MS og í samskiptum við framleiðendur. „Þekking hans á dýralækningum og gæðaeftirliti í matvælaframleiðslu munu verða mjólkureftirlitsmönnum mikill styrkur. Hann verður leiðandi og virkur þátttakandi í því að móta nýjar gæðakröfur til mjólkurframleiðslunnar og fylgir eftir frávikum sem þar verða,“ segir Einar en að auki verður hlutverk Jarle Reiersen að þróa ráðgjöf um betri framleiðsluhætti með starfsmönnum mjólkureftirlits og mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is