Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2013 02:30

Góðar aðstæður til múrverks í sumar

Veðrið í sumar á vestanverðu landinu hefur ekki verið með besta móti til vinnu í ýmsum atvinnugreinum sem háðar eru veðri, þó veður allra síðustu daga verið einkar hagfellt. Málarar hefðu til dæmis kosið fleiri þurrviðrisdaga og störf vinnuskólakrakka hafa verið erfið í sumar, þá sérstaklega grassláttur sem verður býsna erfiður þegar blautt er í veðri. Veðrátta sumarsins hefur hins vegar verið afar hagstæð fyrir þá múrara sem tekið hafa að sér útiverk í sumar. Að sögn Haraldar Helgasonar, sem vinnur við múrviðgerðir, hafa verið kjöraðstæður á Akranesi til múrverks. „Í sumar hafa aðeins verið nokkrir dagar þar sem ekki hefur verið hægt að múra vegna rigningar og mikils vinds, en annars er þetta búið að vera frábært veður til að múra í. Það má alls ekki vera mikil sól eða mikil rigning. Bestu aðstæður til að múra eru þegar veðrið er akkúrat svona; rakt og ekki of hlýtt. Þá er auðveldara að eiga við efnið og viðgerðir verða betri því efnið fær tíma til að þorna við kjöraðstæður,“ segir Haraldur Helgason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is