Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2013 10:01

Fólki og húsum fjölgar í Lundarreykjadal

Íbúðarhúsum á Snartarstöðum í Lundarreykjadal fjölgaði um eitt aðfaranótt þriðjudagsins 16. júlí sl. þegar hús þeirra Guðrúnar Maríu Björnsdóttur og Jóhanns Páls Þorkelssonar var flutt þangað frá Þykkvabæ á Suðurlandi. Guðrún María, sem er 24 ára gömul, og Jóhann, sem er  23 ára, eru að flytja búferlum ásamt ungri dóttur sinni að Snartarstöðum en Guðrún er bróðurdóttir núverandi ábúenda, systkinanna Helga og Halldóru Björnsbarna. Að sögn Guðrúnar Maríu gekk flutningur hússins vel en það var fyrirtækið Jáverk sem annaðist verkið. „Húsið var flutt með sérstöku leyfi yfirvalda í gegnum Þingvallaþjóðgarðinn og þaðan um veginn yfir Uxahryggi og loks niður Lundarreykjadalinn heim að Snartarstöðum. Húsið er um 70 fermetrar að stærð, heilsárshús og byggt árið 1998,“ segir Guðrún.

Guðrún segir þau Jóhann vera ánægð með að vera flutt í dalinn þar sem þau ætla að eiga sitt framtíðarheimili. „Það leggst afar vel í mig að flytja í Lundarreykjadal. Sjálf er ég búfræðingur að mennt og stefnum við á að taka við Snartarstaðabúinu með tíð og tíma. Jóhann er járnsmiður að mennt og starfar hjá vélsmiðjunni Hamri á Akureyri en hann hyggst færa sig um set og vinna á starfsstöð fyrirtækisins á Grundartanga,“ segir Guðrún María.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is