Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2013 10:41

Fjórir Vestlendingar keppa á Íslandsmótinu í golfi

Klukkan hálf átta í morgun hófst Íslandsmótið í höggleik á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík. Á mótinu eru 138 kylfingar skráðir til leiks en keppt er í karla og kvennaflokki. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum. Eftir 36 holu leik fer fram niðurskurður í karlaflokki og munu þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni. Í kvennaflokki er fækkað með sama hætti í 18 keppendur eftir 36 holu leik. Keppninni lýkur síðan seinni partinn á sunndaginn þegar Íslandsmeistarar karla og kvenna verða krýndir. Fjórir keppendur frá golfklúbbum Vesturlands keppa í mótinu, þrír í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki keppa þeir Bjarki Pétursson, Hlynur Þór Stefánsson og Rafn Stefán Rafnsson, allir úr Golfklúbbi Borgarness. Einn keppandi er í kvennaflokki og er það Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Valdís Þóra á titil að verja en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik eftir frækilegan sigur á Strandarvelli á Helli í fyrra.

 

Hægt er að fylgjast lifandi stöðuuppfærslu frá mótinu á vef Golfsambands Íslands, www.golf.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is