Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2013 11:01

Þarf heilt samfélag til að halda bæjarhátíð

Bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin í Grundarfirði um næstu helgi. Halldóra Hjörleifsdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár og blaðamaður Skessuhorns ræddi við hana um komandi átthagahátíð. Á góðri stund hefur verið haldin árlega frá 1998 og segir Halldóra undirbúning hátíðarinnar hafa gengið mjög vel. „Við erum með frábæra dagskrá og það verður margt um að vera. Þar að auki er veðurspáin fyrir helgina mjög góð,“ segir Halldóra og bætir við: „Ég hefði ekki getað staðið í þessu án þess að vera með her af góðu fólki mér til hjálpar. Maðurinn, vinir og ættingjar, og vinnuveitendurnir eru búin að vera alveg frábærir. Stjórn hátíðarfélagsins er einnig búin að reynast mér vel og Baldur hefur verið sem mín hægri hönd.“ Enginn hafði sótt um að taka að sér framkvæmd hátíðarinnar þetta árið þegar hún tók hana að sér. „Ég vinn hjá Ragnari og Ásgeiri og þar var talað um hvort ég tæki þetta ekki bara að mér. Fyrst ég var með svona herdeild til að hjálpa mér hugsaði ég að ég gæti þetta alveg,“ segir Halldóra.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag. Dagskrá bæjarhátíðarinnar Á góðri stund í Grundarfirði má sjá hér http://agodristund.grundarfjordur.is/

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is