Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2013 11:01

Njóta íslenska hestsins í hans náttúrulega umhverfi

Þau Gunnar Tryggvason og Veronica Osterhammer reka ferðaþjónustuna Brimhesta á Brimilsvöllum. Yfir sumarið taka þau á móti átta manna hópum ferðamanna í senn og eru hóparnir hjá þeim í viku. Farið er með gestina í hestaferðir um Snæfellsnes. Brimilsvellir eru vel staðsettir fyrir hestaferðir af þessu tagi því stutt er í fjörur á svæðinu og yfir Fróðárheiði. „Það eru yfirleitt farnar tvær ferðir á dag og í um tvo og hálfan tíma í senn. Fjörurnar eru mesta aðdráttaraflið og svo förum við á fjöru inn í Grundarfjörð og hringinn í kringum Kirkjufell sem einnig er vinsælt,“ segja þau Gunnar og Veronica í samtali við blaðamann. Fyrirtækið stofnuðu þau árið 2000 og er þetta fjórtánda sumarið sem þau Gunnar og Veronica bjóða upp á hestaferðir. Yfir þessa viku borða gestirnir hjá þeim og gista einnig heima á bænum. Á veturna er einnig nóg að gera á Brimilsvöllum við tamningar, viðhald og hin ýmsu störf.

Sjá nánar viðtal við ábúendurna á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is