Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2013 02:01

Var krýnd hvunndagshetja Stykkishólms

Þegar Áhöfnin á Húna hélt tónleika í Stykkishólmi nýverið komu þeir Felix Bergsson og Mugison við heima hjá Hönnu Jónsdóttur í Stykkishólmi og krýndu hana hvunndagshetju Stykkishólms fyrir störf hennar í þágu aldraðra og fatlaðra. Hanna er menntaður þroskaþjálfi og sjúkraliði og er mikið kjarnakvendi. Hún hefur mjög gaman af gönguferðum og tók að sér framkvæmd verkefnisins „Göngum saman“ í Stykkishólmi ásamt Eydísi Eyþórsdóttur. Göngum saman er styrktarganga til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og hefur verið gengið í þrjú ár á mæðradeginum. „Svo var talað við mig í vor frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna vegna verkefnisins „Saman klífum brattann“ þar sem gengið er á bæjarfjöll. Við gengum hér á Drápuhlíðarfjall og Helgafell og var góð þátttaka. Það var alveg meiriháttar og veðrið frábært,“ segir Hanna.

Hanna stofnaði gönguhóp eldri borgara í Stykkishólmi sem heitir Hebbarnir. „Við fórum einu sinni í viku í gönguferðir um nágrenni Stykkishólms og lásum sögur sem tengjast svæðinu. Mér þykir gott að geta sameinað áhugamálið við það að leggja góðu málefni lið,“ segir Hanna. Hebbarnir voru stofnaðir fyrir sjö árum og var Hanna í nefnd á vegum bæjarins sem átti að athuga áhuga og þarfir eldri borgara.

 

„Þá kom í ljós að eldri borgarar höfðu áhuga á að fara í skipulagðar gönguferðir en svo gerðist ekki neitt meira. Ég sá að þetta hafi fallið ágætlega að mínum áhuga svo ég tók þetta að mér. Við fórum í gönguferðir einu sinni viku fyrst, en það breyttist. Þá fórum við að ganga eina vikuna og fara í leshóp hina vikuna. Fyrst lásum við Svartfugl og fórum svo í vettvangsferð með rútu á Rauðasand og skoðuðum sögusvið bókarinnar. Þetta var mjög gaman, en síðasta haust var ég búin að vera í þessari sjálfboðavinnu í sex og hálft ár. Þá ákvað ég að nú væri kannski komið gott og að einhver annar gæti tekið við. Núna er það íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins sem sér um Hebbana,“ segir Hanna og bætir við: „Ég er mjög stolt af því að hafa lagt þessu máli lið, það gaf mér mikið og ég fer enn stundum með þeim. Eitt sinn Hebbi ávalt Hebbi.“

 

Sjá nánar viðtal við Hönnu Jónsdóttur, nýkrýnda hvunndagshetju Stykkishólms, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is