Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2013 04:01

Unaðsreitur hjónanna í Gröf II í Hvalfjarðarsveit

Þegar fallega er boðið kemur ekki til greina að færast undan. Það var því ritstjóra Skessuhorns bæði ljúft og skylt að þiggja heimboð Jóns Eiríkssonar bónda í Gröf í Hvalfjarðarsveit, en hann vildi gjarnan sýna gesti skrúðgarðinn við hús þeirra hjóna. Það var kærkomin tilbreyting frá amstri skrifstofunnar að heimsækja þessi ljúfu hjón; Jón og Rut Hallgrímsdóttur eiginkonu hans. Raunar er garður þeirra ekkert venjulegur; skrúðgarður er meira réttnefni, sannkallaður unaðsreitur þar sem trjágróður hefur fyrir löng skapað skjól fyrir aðrar plöntur að þroska og dafna. Haustið 2009 voru þau hjón heimsótt af blaðamanni Skessuhorns, þá í framhaldi þess að þau höfðu hlotið umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar sama ár. Síðan hafa þau hlotið fleiri tilnefningar fyrir ræktunarstarf sitt og einstaka snyrtimennsku.

Sjá frekari umfjöllun um skrúðgarð hjónanna í Gröf II í Hvalfjarðarsveit í Skessuhorni vikunnar. Þar gefur m.a. að líta fjölda fagurra mynda úr garðinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is