Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2013 09:01

Súrheysturninn sem varð að kókdós

Eitt af þekktari kennileitum Hamarsvallar í Borgarnesi er Coca-Cola dósinn margfræga sem er á 12. holu vallarins. Kókdósin sést mjög vel frá hringveginum og fer ekki framhjá neinum sem er á ferð um veginn. Fæstir vita þó að kókdósin er í raun leifar af gömlum súrheysturni fjóssins á Hamri sem var á sömu slóðum sunnan við turninn. Turninn var hálf kuldalegur og litlaus að sjá í mörg ár, steypugrár að lit sem fáir tóku eftir - nema auðvitað þeir kylfingar sem í hann skutu. Sú hugmynd kviknaði því hjá klúbbfélögum fyrir mörgum árum að breyta honum á einhvern hátt og hafa jafnvel af honum einhverjar tekjur. Í fyrstu kom upp hugmynd að breyta honum í málningardós og átti klúbburinn í viðræðum við Hörpu í Reykjavík sem ekkert varð úr. Leitað var næst til Ölgerðarinnar og henni boðið að breyta turninum í maltdós. Ölgerðin sýndi einhvern áhuga en ekkert varð af áformunum.

Það var loks Vífilfell sem reið á vaðið með klúbbnum að finna turninum nýtt hlutverk og úr varð að hann fengi hlutverk kókdósar. Dósin var vígð í september árið 2000 að loknu golfmóti sem Vífilfell styrkti. Fyrirtækið hefur æ síðan verið meðal helstu styrktaraðila GB og m.a. staðið fyrir opnu golfmóti á Hamarsvelli á hverju sumri. Það var blikksmiðja Límtrés-Vírnets sem settu upp álhattinn og sogrörið á dósinni en Bjarni Steinarsson málarameistari í Borgarnesi málaði hana.

 

Þessi umfjöllun birtist í 40 ára afmælisblaði Golfklúbbs Borgarness sem fylgir með Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is