Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2013 03:01

Fimm knattspyrnuleikir um helgina

Nóg verður um að vera í knattspyrnulífi Vesturlands um helgina þegar fimm leikir fara fram í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Tveir þeirra fara fram í kvöld. Á Akranesi mætir lið ÍA í A-riðli 1. deildar kvenna liði Hauka frá Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 20 á Akranesvelli. Á sama tími mætir lið Grundarfjarðar liði Magna í sannkölluðum botnsslag í 3. deilda karla. Leikurinn fer fram á Grundarfjarðarvelli.

Á morgun heldur lið Kára frá Akranesi austur á land til að leika gegn liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikurinn fer fram á Búðagrund, heimavelli Leiknismanna á Fáskrúðsfirði, og hefst hann kl. 12:30. Að sama skapi á sameiginlegt lið Snæfells/Geislans fyrir höndum útileik í B-riðli 4. deildar karla. Liðið heldur norður á Hvammstanga og leikur þar gegn liði Kormáks/Hvatar á Hvammstangavelli kl. 17.

 

Lokaleikur helgarinnar fer síðan fram á sunnudagskvöld á Ólafsvíkurvelli þegar úrvalsdeildarlið Víkings fær firnasterkt lið Stjörnunnar í heimsókn. Ólsarar hafa verið á skotskónum undanfarið og eru til alls líklegir gegn Garðbæingum. Leikurinn fer fram kl. 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is