Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2013 12:01

Bæjarhátíðin Á góðri stund hafin í Grundarfirði

Í Grundarfirði stendur nú yfir hin árlega bæjarhátíð Á góðri stund. Í gærkvöld tóku íbúar bæjarins sig til og skreyttu hverfi sín í skemmtilegum litum og setja skreytingarnar skemmtilegan svip á bæinn. Einnig var boðið var til glæsilegrar grillveislu í gærkvöld í boði Samkaupa. Þar grilluðu meistaraflokkar karla og kvenna í blaki ofan í svanga hátíðargesti sem höfðu nýlokið við að skreyta bæinn. Í hátíðartjaldinu við Grundartangahöfn var loks Þjófstartið haldið í boði G.Run en þar komur fram KK og Maggi Eiríks oguppistandarinn Sólmundur Hólm.

 

Þá hefur hátíðarútvarp Grundfirðinga hafið útsendingar. Tíðnisvið útvarpsins er FM 103,5 og þar láta bæjarbúar gamminn geysa um málefni líðandi stundar, flestir á léttu nótunum þó.

 

Fjöldi annarra skemmtilegra viðburða er á dagkrá hátíðarinnar sem stendur yfir fram á sunnudag s.s. dansleikir, dorgkeppni, golfmót, töfranámskeið og loks sérstök hátíðardagskrá eftir hádegi á morgun. Sjá nánari dagskrá hátíðarinnar hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is