Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2013 02:08

Eldur í Slippnum á Akranesi

Slökkvistarf stendur nú yfir í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts við Bakkatún á Akranesi. Eldur kviknaði í netabátnum Magnús SH frá Rifi sem er inn í skipasmíðahúsi stöðvarinnar þar sem verið var að vinna í honum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logsuðutæki. Mannskapur var við vinnu um borð í bátnum þegar eldurinn kviknaði en allir komust frá borði. Slökkvilið Akraness vinnur nú hörðum höndum við að ráða niðurlögum eldsins með vatni og froðu, en froða er notuð þar sem olíur og fleiri efni eiga í hlut. Þá hefur verið kallað eftir aðstoð slökkviliðs Borgarbyggðar og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Gashylki eru um borð í bátnum og er viðbúnaður mikill þess vegna. Öllum vegfarendum er af þessum sökum vísað frá brunastaðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is