Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2013 06:30

Báturinn kominn út

Netabáturinn Magnúsi SH hefur verið komið út úr skipasmíðahúsi Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og gengur slökkvistarf nú betur. Báturinn dreginn út nú á sjötta tímanum. Eins og Skessuhorn hefur greint frá var elds vart í bátnum í hádeginu en þá stóð yfir vinna við lengingu hans. Eldurinn hefur verið erfiður viðureignar og hefur mikill hiti gert slökkvistarf erfitt. Slökkviliðsmenn sáu t.d. ekki handa sinna skil í húsinu vegna mikils reyks. Gashylki voru um borð í skipinu og hefur viðbúnaður verið mikill vegna sprengjuhættu.

Magnús SH er skráður 28 metra langur og náði báturinn næstum stafna á milli í húsinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logsuðutæki. Slökkviliði Akraness barst liðsauki frá Slökkviliði Borgarbyggðar og reykköfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem voru fluttir til Akraness með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag. Útvega þurfti rafstöðvar til að koma straumi á dráttarbrautina, þannig að hægt væri að draga bátinn út. Um 30 slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í aðgerðinni. Engann hefur sakað svo vitað sé.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is