Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. júlí. 2013 09:01

Góður árangur í gallaðgerðum á Akranesi

Sýnt var fram á góðan árangur í gallaðgerðum sem framkvæmdar voru á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands á Akranesi á ársþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna Íslands þann 12. apríl. Þar var kynnt niðurstaða úr rannsókn sem ber heitið Árangur gallaðgerða á HVE-Akranesi 2003-2010, en rannsóknina vann Marta Rós Berndsen læknakandídat. Marta vann rannsóknina síðasta vetur í samvinnu við föður sinn, Fritz H. Berndsen yfirlækni handlæknisdeildar sjúkrahússins á Akranesi, en hann annast sjálfur allar aðgerðir af þessu tagi. Alls voru framkvæmdar tæplega 400 aðgerðir á þessu sviði á þeim tíma sem rannsóknin tók til.

Aðgerð á gallblöðru vegna gallsteina er ein algengasta aðgerð í skurðlækningum á Vesturlöndum í dag og helst í hendur við vaxandi offituvandamál fólks. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallaðgerða þar sem tekið var tillit til aðgerðartíma, fylgikvilla og enduraðgerða. Þá var árangurinn borinn saman við aðrar innlendar og erlendar niðurstöður rannsókna á þessu sviði.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is