Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. júlí. 2013 02:01

37 nýskráð fyrirtæki á Vesturlandi

Alls voru 37 ný hlutafélög og einkahlutafélög skráð á Vesturlandi á fyrstu sex mánuðum ársins. Ef fram heldur sem horfir verða nýskráningar fleiri í ár en í fyrra, en þá voru þær 63 allt árið. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Á landinu öllu hafa verið skráð 1.027 ný hlutafélög og einkahlutafélög á fyrstu sex mánuðum ársins. Hlutfall nýskráninga á Vesturlandi, miðað við landið allt, er nánast það sama í ár og í fyrra; var 3,56% árið 2012 en er 3,6% fyrstu sex mánuði ársins. Atvinnuleysi á Vesturlandi í júní 2013 nam rétt rúmum 2 prósentum. Hlutfallslega var það aðeins minna á Austurlandi og Norðurlandi vestra, en atvinnuleysi á landsvísu nam 6,4% í júnímánuði.

Vífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, segir áberandi að atvinnuleysið hafi verið minna á Vesturlandi en búast hafi mátt við. „Við munum skoða þessi mál betur í haust og kanna hug fyrirtækja til ráðninga og uppsagna. Við erum þó ekki komnir svo langt, en við höldum jafnvel að þetta geti verið í sambandi við ferðaþjónustuna og hugsanlega sjávarútveginn.“

 

Líklega hafi þó áform um veiðigjald heldur dregið úr áhrifum síðarnefndu atvinnugreinarinnar, þar sem útlit var fyrir að það bitnaði verst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum að mati Vífils.

 

Nánar er rætt við Vífil Karlsson hagfræðing hjá SSV og lektor við HA um nýskráningu fyrirtækja á Vesturlandi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is