Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2013 10:01

Góð aðsókn að Reykholtshátíð

Fjöldi gesta naut tónlistar í kirkjunni í Reykholti um síðustu helgi, en þá var Reykholtshátíð haldin í 17. sinn. Rjómablíða var alla helgina, en gestir hvíldu sig á sólinni og nutu fagurrar tónlistar inni í kirkjunni. „Það er alltaf mikil stemmning á þessari hátíð og veðrið skemmdi ekki fyrir. Maður hafði smá áhyggjur af því að veðrið gæti verið tvíeggja sverð og fólk vildi frekar vera úti við. Tónleikagestir létu veðrið hins vegar ekki aftra sér og góð aðsókn var á alla tónleikana,“ segir Sigurgeir Agnarsson, en hann var í hlutverki listræns stjórnenda hátíðarinnar í fyrsta skipti.

 

Sigurgeir segir að kunnugir telji að nýyfirstaðin hátíð sé með þeim best sóttu. Hann segir Reykholtshátíð mikilvæga fyrir menningarflóruna og skipta heimafólk í Borgarfirðinum miklu máli. „Það er lykilatriði, þetta er ekki hægt nema heimamenn leggi hönd á plóg.“

 

Líkt og áður segir er þetta fyrsta hátíðin sem Sigurgeir stjórnar. Hann segist strax vera farinn að huga að næstu hátíð, þó enn sem komið er sé það aðeins í huganum. „Ég held þó að ég geti lofað einhverju spennandi að ári.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is