Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2013 11:01

„Frábær stemmning í hópnum“

Með sigri sínum á ÍR á mánudaginn tryggði 1. deildarlið ÍA í meistaraflokki kvenna sér þátttökurétt í úrslitakeppni 1. deildar kvenna, þar sem þær munu leika um sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil. Í samtali við Skessuhorn segir Guðrún Þorbjörg Sturlaugsdóttir, fyrirliði ÍA, að gengi liðsins á tímabilinu hafi verið gott en það hefur aðeins tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli. „Þetta er búið að ganga ágætlega í sumar, aðeins upp og niður, en gott að við séum búnar að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Það er búið að vera mikið álag á okkur og sérstaklega á þeim stelpum sem eru líka að spila með öðrum flokki.  

Þetta er hins vegar bara svo ógeðslega gaman og það er svo frábær stemmning í hópnum sem fleytir okkur áfram. Það eru samt enn þrír leikir eftir af mótinu fram að úrslitakeppninni og stefnum við á að sigra þá alla og sömuleiðis úrslitakeppnina og spila í Pepsídeildinni næsta sumar,“ sagði Guðrún Þorbjörg.

 

Næsti leikur Skagakvenna fer fram fimmtudaginn 8. ágúst á Akranesvelli þegar þegar þær mæta liði Víkings Ólafsvík í Vesturlandsslag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is